Fara í efni
Sumarhús

(Seldur) Valhnjúkasund 10, Hraunborgum

(Seldur) Valhnjúkasund 10, Hraunborgum

Valhnjúkasund 10, Hraunborgir. Lokað svæði með rafmagnshliði.

Fasteignaland kynnir: Valhnjúkasund í Hraunborgum. Um er ræða 53,1 fm hús ásamt millilofti sem er ekki inn í fm tölu hússins. Húsið var byggt árið 1990 og.stendur á 5.000 fm leigulóð kjarri vaxinni. Á lóðinni er einnig ca.
9 fm gesthús sem notað er sem vinnuskúr í dag, auk ca. 5 fm geymslu. Í þessu húsi er rafmagnskynding. Hitakútur fyrir neysluvatn og rafmagnsofnar. Möguleiki er að taka inn hitaveitu en hún er til staðar á svæðinu.

Húsið skiptist: Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi. Baðherbergi með flísum á gólfi, hvítum skáp og sturtuklefa. Herbergi með parketi á gólfi og góðu skápaplássi. Stofan er með parketi á gólfi, góðri lofthæð og útgengi út á suður sólpall. Eldhúsið er með parketi á gólfi, viðarinnréttingu, ofni og keramik helluborði. Lítil geymsla með parketi á gólfi.

Milliloft: Gott milliloft með opnanlegu fagi.

Gestahús: Gengið inn við inngang hússins, herbergi ca. 9 fm með parketi á gólfi. (notað í dag sem vinnuskúr)

Geymsla: Er fyrir aftan gesthús, vel skipulögð og snyrtileg geymsla.

Möguleiki er að fá hluta af búslóð með í kaupum á eigninni.

Sólpallur með girðingu. og rafmagnspottur.

Lóðin er 5000 fm leigulóð (endalóð) gróin og kjarri vaxin.
.
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er ca. kr. 10.300 á ári.

Lóðarleigursamningar eru gerðir til 50 ára.

Þetta er falleg og vel um gengin eign. Góð aðkoma og næg bílastæði.

Stutt er í þjónustumiðstöð Hraunborga. Þar er sundlaug, veitingaþjónusta og golfvöllur.

Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir.

Sjá hér

Upplýsingar gefa:

Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali s. 898-0508 netfang: arni@fasteignaland.is