Fréttir
Sumarkornið, spurt og svarað.
05.05.2023 kl. 10:58
Við hjá Sumarhúsinu ætlum að vera í sambandi við sumarhúsaeigendur um allt land og leggja fyrir þá nokkrar spurningar í sumar.
Jóna Magga er sú fyrsta í þeim flokki sem ætlar að gefa okkur smá innsýn í sumarhúsalífið.
- Hvað ertu búin að eiga sumarhúsið lengi? Ég keypti húsið sumarið 2018.
- Hvar á landinu er þitt hús? Reykjaskógi (suðurland), við hliðina á Brekkuskógi.
- Af hverju völdu þið þessa staðsetningu? Fjölskyldan átti bústað í Grímsnesinu, og mér líkaði svæðið og var að leita í nágrenni við þá staðsetningu, Reykjarskógur varð fyrir valinu, dásamlegur staður.
- Hve oft á ári notið þið bústaðinn? Mjög mikið notaður, útleiga 90 daga á ári og við fjölskyldan notum hann talsvert meira en það, þó eitthvað misjafnt milli ára.
- Eru þið að nota leigumiðlun til að leigja sumarhúsið út? Já ég leigi húsið út samkvæmt heimagistingarleyfi í gegnum Viator.
- Hvaða fyrirtæki eru þið að nota og af hverju völdu þið þetta fyrirtæki? Ég frétti af Viator fyrir mörgum árum og ákvað að prófa þeirra þjónustu, þar sem ég þyrfti ekki sjálf að sjá um þrif og skipti milli leigjanda, þar sem ég er á fullu í annari vinnu. Ég sé ekki eftir því, Viator stendur sig frábærlega bæði gagnvart mér og leigjendum sem koma í húsið, alveg 100% þjónusta.
- Hvernig er svo upplifunin af leigjendunum, er umgegni í lagi og svo framvegis? Leigjendur hafa verið til fyrirmyndar, umgegngni mjög góð, ég renni af og til í húsið milli leigjanda og allt verið eins og best er á kosið, við erum með gestabók og höfum fengið gríðalega skemmtilegar sögur frá leigjendum.
- Ertu með einhver heilræði fyrir þá sem eru að spá í að kaupa eða byggja sumarhús? Ég mæli 100% með að leigja húsið út í gegn um Viator til að fá betri nýtingu á húsið og lát leigutekjurnar sjá um reksturinn.
Við þökkum Jónu Möggu, fyrir hennar innlegg og ef það eru einhverjir þarna úti sem væru til í að deila með okkur og svara nokkrum spurningum, endilega hafið samband arni@sumarhusid.is