Fara í efni
Fréttir

Mikilvægur vettvangur fyrir stóran hóp

Árni Björn Erlingsson. Mynd/OBÞ
Árni Björn Erlingsson. Mynd/OBÞ

Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali hjá Fasteignalandi ehf., fékk hugmyndina að vefsíðunni Sumarhúsið.is haustið 2021. Honum fannst vanta vefsíðu með öllu mögulegu sem tengist sumarhúsum því markaðurinn er orðinn verulega stór, fjölbreyttur og hjá mörgum er það að eiga sumarhús og dytta að því og umhverfinu orðið lífsstíll og víða mikill metnaður lagður í slíkt.

„Ég starfa hjá fasteignasölu þar sem sérhæfingin er sala og ráðgjöf tengd sumarhúsum og því er í raun nauðsynlegt að geta fundið vettvang með ýmsum mikilvægum upplýsingum um allt mögulegt í þeim bransa og lífsstíl sem þetta er sannarlega orðið hjá fólki á stóru aldursbili,“ segir Árni Björn, en hann hefur einnig reynslu af rekstri fyrirtækja og hefur starfað við sölu- og markaðsmál, m.a. hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu, Gámaþjónustunni og Terra. Þá var Árni slökkviliðsmaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í yfir áratug og eru brunavarnir og velferð sumarhúsaeigenda honum því mikilvægar.

„Ég vona fyrst og fremst að notendur síðunnar hafi gagn og gaman af henni og hún þróist smám saman í að vera sá vettvangur sem sumarhúsaeigendur og önnur áhugasöm eiga skilið og auglýsendur sjái hag sinn í því líka. Það er af mörgu að taka og við fögnum öllum ábendingum.“

Netfang Árna Björns er arni@sumarhusid.is og ritstjórinn Olga Björt er með netfangið olga@sumarhusid.is og þau sjá bæði um auglýsingamál. 

Ef þú eru sölu- eða kauphugleiðingum endilega hafðu samband við Árna í arni@fasteignaland.is