Fara í efni
Fréttir

Hulunni svipt af fjölda sumarhúsa á Íslandi

Mynd af einu af úrvali fallegra sumarhúsasvæða á Íslandi, í landi Árborgar. Mynd/Fasteignaland
Mynd af einu af úrvali fallegra sumarhúsasvæða á Íslandi, í landi Árborgar. Mynd/Fasteignaland

Áhugi á sumarhúsum hér á landi, sem og erlendis, hefur aukist gríðarlega undanfarna áratugi. Fólk er almennt farið að hafa æ meiri áhuga á að fjárfesta í fallegu húsi á stað sem hentar vel og dytta að umhverfinu. Á covid-tímum tæmdust meira og minna allar deildir byggingavöruverslana, garðyrkjuverslana og söluaðila heitra potta því eigendur fasteigna og sumarhúsa fjárfestu í slíku, í framkvæmdum og við að fegra umhverfið. Okkur lék forvitni á að vita hversu mörg sumarhús eru á Íslandi, en tölur eru uppfærðar daglega á vef Þjóðskrár

Á umræddum vef er að finna leitarvél þar sem hægt er að fletta upp tölfræði tengdri sumarhúsum á Íslandi. Fjöldi sumarhúsa á öllum matsstigum er miðaður við skráða notkun byggingarfulltrúa samkvæmt fasteignaskrá 31. desember ár hvert. Allar tölur eru áramótastöður í lok árs nema fyrir núverandi ár en þær tölur eru uppfærðar einu sinni á dag. Þá miðast fjöldi sumarhúsa innan hvers sveitarfélags við núverandi afmarkanir sveitarfélaga. Þannig teljast eignir fyrri sveitarfélaga sem hafa sameinast til sameinaðs sveitarfélags.

Heildarfjöldi sumahúsa í dag er 14.741 og á þessari töflu er skiptingin eftir landshlutum: 

Hér má sjá heildarfjölda sumarhúsa á Íslandi miðað við 20. júlí 2022. Skjáskot af vef Þjóðskrár.

Langmestur fjöldi sumarhúsa eftir landshlutum er á Suðurlandi og Vesturland fylgir þar á eftir. Af sveitarfélögum á landinu eru flest sumarhús í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða 3.202. Langfæst sumarhús eru á Suðurnesjum, eða 91. Meðal sveitarfélaga eru fæst sumarhús á Seltjarnarnesi, eða ekkert. Það kemur líklega einhverjum á óvart að aðeins 2 sumarhús eru í landi Hveragerði. 

Langmestur fjöldi sumarhúsa á landinu er í Grímsnes- og Grafningshreppi. Kort af vefsíðu sveitarfélagsins. 

 

Suðurlandið ber höfuð og herðar yfir aðra landshluta þegar kemur að fjölda sumarhúsa, enda hefur aukningin verið stöðug. Mynd af vef Þjóðskrár. 

 

Landshlutinn með fæst sumarhús, Suðurnes. Mynd af vef Þjóðskrár.