Fréttir
Sumarhús á heitu eða köldu svæði?
08.02.2023 kl. 21:03
Á myndinni sést hvernig svæði á landinu skiptast eftir jarðhita. Mynd/Vatnsiðnaður.net
Á árstíma eins og núna, þegar vetrarhörkur eru sem mestar, láta margir sig dreyma um að eignast kósí sumarhús og til geta láta líða úr sér í sveitinni þegar vorar. Það er ótal margt sem hægt er að velta fyrir sér og kynna sér þegar skimað eftir réttri staðsetningu sumarhúss. Meðal þess er hvort betra sé að hafa sumarhúsið á heitu eða köldu svæði. Þótt eðlilega hafi sumarhúsaeigendur skoðanir á þessu skiptir staðsetningum ekki orðið öllu máli, því tækninni hefur fleytt svo mikið fram að á köldu svæðunum er hægt að notast við tæki sem koma í stað hitaveitu.
- Varmadælur sem hægt er að tengja við app. Þá geturðu hækkað hitann um klukkutíma áður en þú kemur í bústaðinn en annars halda honum í lægri hita (best í 10 - 14°C).
- Rafmagnsknúin varmaskipti, loft í vatn og vatn í loft.
- Heitt vatn; kostnaður við að taka inn heitt vatn eru u.þ.b. 750 - 800 þúsund krónur í startgjald og svo 13.- 14 þúsund á mánuði til sveitarfélagsins eða til veitna. Bændur eru sumir með eigin hitaveitu og þá er lægri kostnaður fyrir heimtaugargjald og notkun.
- Til eru hitakútar sem ætlaðir eru fyrir neysluvatn en núna er hægt að fá slíkan fyrir heitan pott sem fyllir pott á u.þ.b. klst. og 20 mínútum. Hann er tengdur við sólarsellu og vindmyllu yfir haustmánuði og er því sjálfvirkur.
- Hægt að hafa rafmagnshitara sem tekur kalt vatn inn á sig, með digital glugga, þar sem hitastigið er stillt og þegar þú opnar þá fer þetta í gang og hitar strax upp. Það er nýjasta nýtt.
- Pottar. Hægt að vera með steypta plötu með gólfhita á köldu svæði en þá þarf að hafa hitatúpu. Hún eyðir reyndar miklu rafmagni, en þó er gólfhiti.
- Hefðbundið, hitakútur fyrir neysluvatn.