Fara í efni
Sumarhús

(selt) Fallegt sumarhús til sölu Brókarstígur 27

(selt) Fallegt sumarhús til sölu Brókarstígur 27

Glæsilega eign inn á skipulögðu sumarhúsasvæði við Brókarvatn. Um er ræða 62,9 fm hús auk 20,9 fm gestahús ásamt tveimur geymslum eða samtals 83,8 fm samkvæmt þjóðskrá Íslands. Lóðin er einstök, vatnalóð 2.971 fm kjarri vaxin. Stór sólpallur með girðingu og skjólgirðingu, heitur pottur (rafmagnspottur), gróðurhús, gufubaðstunna og gott aðgengi að vatni fyrir báta og vatnasport. Búið er að gera undirstöður fyrir ca. 15 geymslu.



Lýsing á eign: Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi. Herbergisgangur með flísum á gólfi. Þrjú svefnherbergi með parketi á gólfi., tvö með kojum og eitt með hjónarúmi. Baðherbergi með flísum á gólfi og á veggjum. Fallegri hvítri innréttingu og sturtuklefa. Stofan er með parketi á gólfi, kaminu og útgengi út á verönd, (möguleiki að setja upp sólskála). Eldhúsið er með flísum á gólfi, fallegri hvítri innréttingu, eyju og vönduðum tækjum. Borðstofa með parketi á gólfi

Lýsing á gestahúsi; Alrými með parketi á gólfi. Eldhús með fallegri hvítri innréttingu og sambyggðri eldavél. Svefnpláss fyrir þrjá. Gott geymslurými. Baðherbergi með parketi á gólfi.

Stór sólpallur ca. 150 fm er kringum bæði húsin og tengja þau saman með skjólveggjum og gleri. Heitur pottur með saltvatni (rafmagnspottur).
Stór markísa sem fer yfir hálfan neðri sólpall.
Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði. Við hliðina á gestahúsinu er góð grasflöt. Gengið er niður af sólpalli þar sem er gróðurhús ca. 10 fm með gróðurkössum, jarðaber, laukur og rabbabari.
Undirstöður húsa eru steyptir kubbar og veggir ásamt því sólpallar standa á steyptum súlum og stálbitum.


Nýr lóðarleigusamningur liggur fyrir til 20 ára og tekur gildi 1. maí 2024.. Lóðarleiga er um kr. 225.000 á ári.
Vatnsgjald er kr. 30.000 á ári.
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda er kr. 12.000 á ári.

Þetta er falleg eign og vel um gengin þar sem stutt i þjónustu ca. 7 km í Borgarnes.
Svæðið er lokað með rafmagnshliði (símahlið).
Möguleiki er að fá hluta af innbúi með í kaupum á eigninni. 

Fleiri myndir hér