Þetta þurfa kaupendur sumarhúsa að vita
Stór hópur fólks á ýmsum aldri og af ýmsum þjóðernum er um þessar mundir að fjárfesta í sumarbústað og fólk er misjafnlega vant slíkum viðskiptum eða misjafnlega upplýst. Heimir Hafsteinn Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Fasteignalands, hefur sérhæft sig í þessari tegund viðskipta og hefur áratuga reynslu af sölu á sumarhúsum. Við fengum hann til að gefa verðandi kaupendum nokkur góð ráð.
1) Byrja á að kíkja á úrval sumarhúsa og lóða á söluskrám fasteignasala. Hér er dæmi um slíka.
2) Gefa sér tíma í að skoða sem flest af þeim sem fólki líst best á.
3) Hvar viltu vera á Íslandi (eða í öðru landi) og hversu langt frá heimili þínu? Flestir horfa til bústaða í um klukkustundar fjarlægð frá heimili en það er allur gangur á því.
4) Hvernig umhverfi viltu? Nálægt vatni, inni í skógi, uppi á hæð með útsýni eða á gróðurlítilli sléttu?
5) Langar þig í gamalt hús eða nýtt? Kaupa lóð til að byggja á eða tilbúið hús?
6) Viltu vera á eignalandi eða leigulóð?
- Sumir hafa verið „pikkí“ á að kaupa hús á leigulóð. Það er eitthvað sem ekki þarf að hafa áhyggjur af vegna þess að ef landeigandi vill ekki framlengja leigusamning þá ber honum að kaupa sumarhúsið á gangverði hvers tíma.
- Það þarf að skoða hversu há leigan er og hún er oftar en ekki vísitölutryggð og ekki hægt að hækka hana upp úr öllu valdi.
Algengir samningar er 25 - 50 ár, þar sem er ákveðinn grunnur að leiguverði og er svo langoftast vísitölutryggt. - Það sem eru lóðaleigur er oftar en ekki forkaupsréttur landeiganda. Undantekning ef svo er ekki.
7) Eru einhver sérstök svæði sem heilla? Viltu hafa golfvöll nálægt, verslun, sundlaug eða aðra þjónustu? Eða viltu bara komast á stað sem þú getur verið út af fyrir þig?
8) Viltu vera á heitu eða köldu svæði? Í dag skiptir það ekki orðið öllu máli því tækninni hefur fleytt svo mikið fram að á köldu svæðunum er hægt að notast við tæki sem koma í stað hitaveitu:
- Varmadælur sem hægt er að tengja við app. Þá geturðu hækkað hitann um klukkutíma áður en þú kemur í bústaðinn en annars halda honum í lægri hita (best í 10 - 14°C).
- Rafmagnsknúin varmaskipti, loft í vatn og vatn í loft.
- Heitt vatn; kostnaður við að taka inn heitt vatn eru u.þ.b. 750 - 800 þúsund krónur í startgjald og svo 13.- 14 þúsund á mánuði til sveitarfélagsins eða til veitna. Bændur eru sumir með eigin hitaveitu og þá er lægri kostnaður fyrir heimtaugargjald og notkun.
- Til eru hitakútar sem ætlaðir eru fyrir neysluvatn en núna er hægt að fá slíkan fyrir heitan pott sem fyllir pott á u.þ.b. klst. og 20 mínútum. Hann er tengdur við sólarsellu og vindmyllu yfir haustmánuði og er því sjálfvirkur.
- Hægt að hafa rafmagnshitara sem tekur kalt vatn inn á sig, með digital glugga, þar sem hitastigið er stillt og þegar þú opnar þá fer þetta í gang og hitar strax upp. Það er nýjasta nýtt.
- Pottar. Hægt að vera með steypta plötu með gólfhita á köldu svæði en þá þarf að hafa hitatúpu. Hún eyðir reyndar miklu rafmagni, en þó er gólfhiti.
- Hefðbundið, hitakútur fyrir neysluvatn.
9) Ef þú hefur ekki mikla þekkingu á sumarhúsum en vilt gera tilboð þá er mjög góð regla að setja fyrirvara um úttekt og skoðun á sumarhúsinu eigi síðar en viku eftir samþykki kauptilboðs. Þá setjum við oft ákvæði inn í kauptilboðið um það. Eftir þá úttekt getur þú hætt við kaupin innan þessa tímaramma.
10) Gott er að fá einhverja fagmanneskju eða einhvern sem þú treystir til að gera úttektina og leggja blessun sína yfir eignina. Þetta á bæði við um eldri hús eða ný. Klukkutíma skoðun á eign sem þú ætlar kannski að eiga næstu 20 árin dugir ekki.
- Undirstaða. Það eru ekki öll hús byggð á sökkli eins og þau nýjustu. Ef það er gólfhalli er auðveldlega hægt að laga hann.
- Áður fyrr byggðu menn sumarhús á tréstaurum (símastaurum), svo á steyptum stöplum og þverveggi. Oft voru byggðar forsteyptar, trapisulaga einingar, sem er sniðugt á svæðum þar sem jarðhræringar eru miklar. Síðan komu sökklar og plötur. Mörg hús með steyptum sökkli og trégólfi og hiti í gólfplötum.
- Gluggar og gler. Hvernig eru gæðin og ástandið á þeim.
- Klæðning að utan.
- Ástand þaks, lagna og rotþróar.
11) Hversu hátt verð ertu að spá í? Bankar bjóða lán frá 50-65% á kaupverði sumarhúsa. Þeir gera þá kröfu að lóðasamningur á leiðulóðum verði að vera nýlegur eða langt fram í tímann. Samningar eru misjafnir en lögin kveða á um að ef lóðareigandi endurnýjar ekki leigusamning þá verður hann að kaupa húsið innan ákveðins tíma.
Ef fleiri spurningar vakna, þá er velkomið að hafa samband hér.