Fara í efni
Fréttir

Plöntur sem sagðar eru framleiða mest af súrefni

Gerberur eru meðal plantna sem sagðar eru framleiðar mest af súrefni. Mynd/Garðheimar
Gerberur eru meðal plantna sem sagðar eru framleiðar mest af súrefni. Mynd/Garðheimar

Allar plöntur draga til sín koltvísýring og framleiða súrefni. Sumar þeirra eru þó þeim eiginleikum gæddar að framleiða meira súrefni en aðrar. Þessar niðurstöður koma úr rannsókn bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA. Það var garðyrkjufræðingur hjá Garðheimum sem sagði okkur frá þessu og við könnuðum það nánar til að deila með ykkur. 

Árið 1989 gerði teymi hjá NASA „rannsókn á hreinu lofti“ til að kanna náttúrulega síandi eiginleika plantna. Þetta var rannsakað til að bregðast við „veikileika bygginga-heilkenninu“ (e. sick building syndrome), eins og þekkt var seint á 20. öld. Á þeim tíma var ferskum loftskiptum í byggingum fórnað í þágu minni orkunotkunar. Til að lækka kostnað við að hita og kæla byggingar voru innréttingar ofureinangraðar og loftþéttar. Við þetta jukust tilfelli ýmissa sjúkdóma meðal íbúa vegna skorts á náttúrulegri loftræstingu og fersku lofti. Hjá NASA komumst menn að þeirri niðurstöðu að til viðbótar við notkun öruggari byggingarefna og að lágmarka vélræna loftræstingu, að hægt yrði að draga verulega úr mengun með innleiðingu á „lífsstuðningskerfi náttúrunnar“, sem sagt plöntum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ákveðnar plöntur geta virkað sem náttúruleg loftsía til að fjarlægja tegundir lífrænnar loftmengunar. Safn plantna var sett í lokað lofthólf í 24 klukkustundir þar sem þær voru útsettar fyrir háum gildum umræddra efna.

Samkvæmt rannsókninni er um að ræða eftirfarandi plöntur, sem um er að gera að fylla sumarhúsin sín af:

Burknar eru mjög duglegir að framleiða súrefni. Meðal þeirra er Indjánafjöður sem hér sést í Garðheimum. Mynd/OBÞ

Aloe vera (aloe vera). Mynd/OBÞ

Bambuspálmi (chamaedorea seifrizii).  Mynd/Wikipedia

Bergflétta (hedera helix).  Mynd/Garðheimar


Mánagull (epipremnum aureum). Mynd/Garðheimar


Friðarlilja (spathiphyllum ‘mauna loa’). Mynd/Garðheimar


Kínversk sígræn (aglaonema modestum). Mynd/Wikipedia


Drekatré (dracaena trifasciata ‘laurentii’). Mynd/Garðheimar


Heartleaf Philodendron (philodendron cordatum).   Mynd/Wikipedia


Selloum philodendron, lacy tree philodendron (philodendron bipinnatifidum).  Mynd/Wikipedia


Fílseyrna-philodendron (philodendron domesticum).  Mynd/Wikipedia

 


Drekatré (dracaena marginata).  Mynd/Wikipedia

Cornstalk dracaena (dracaena fragrans ‘massangeana’). Mynd/Wikipedia

Fíkus Benjamina (ficus benjamina). Mynd/WIkipedia

Gerberur (gerbera jamesonii). Mynd/Garðheimar


Florist’s chrysanthemum, (chrysanthemum morifolium) Mynd/Wikipedia



Bananaplanta (musa oriana). Mynd/Wikipedia



Ekki hika við að senda allar góðar ábendingar um efni eða hvaðeina hér.