Nýr bústaður byggður inni í gömlum
Í febrúar 2021 keyptu hjónin Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir og Jónas Jónasson sér eign sem kalla má sumarhúsaþyrpingu, við Hvítárbraut í Vaðnesi sem þá hafði verið til sölu í tæplega ár. Elsti hlutinn, gamli bústaðurinn var byggður 1978 og sá yngsti, bjálkahúsið 2001 og viðbygging við gamla bústaðinn sem var smíðuð smám saman. Húsin eru því þrjú og margt þar óvenjulegt við fyrstu sýn og strax ljóst að ráðast þyrfti í einhverjar framkvæmdir, en Eyja og Jónas spottuðu möguleikana og heilluðust af umhverfinu og nálægðar við golfvöllinn í Öndverðanesi sem og aðra golfvelli. Þau búa í Hafnarfirði og eiga hús á Siglufirði en þar er Eyja fædd og uppalin.
Suðurendi aðalhússins og hvílík kósíheit í gangi.
Vinnu- og verkfærageymsluskúr.
Eiríksína Eyja segir með áherslu að alltaf hafi verið markmiðið að breyta með stæl eða sleppa því, það sé nýtt mottó í lífi hennar. „Við lögðum upp með það að leiðarljósi í október og byrjuðum á að rífa niður alla veggi. Fengum svo Benedikt Kristjánsson, eða Benna smið, til okkar og hann sagaði rásir í gólfið, sem tók alveg sinn tíma. Hann steypti fleiri súlur og setti nýja dregara og að lokum nýtt gólf sem hann jafnaði eftir kúnstrinnar reglum og með því að tjakka það upp. Á þessum tímapunkti sáu þau einnig að aðeins níu steyptar súlur voru undir húsinu og lengdin á milli burðabitanna þrír metrar en má mest vera einn og hálfur. Það var bara tímspursmál hvenær hann sykki ofan í jörðina. Við erum búin að keyra í burtu heilan bústað því útveggirnir fóru líka, milliveggir og salerni. Þakið var eftir og notað sem regnhlíf í framkvæmdunum. Gamli bústaðurinn er því nánast alveg nýr og segja má að við höfum byggt nýjan bústað inni í honum.“
Gestahúsið er byggt 2021 og er fallegt bjálkahús með tveimur svefnherbergjum og salernisaðstöðu.
Þyrpingin séð frá göngustíg bakatil.
Gróinn staður með og fallegu umhverfi.
Gestahúsið fyrir og eftir breytingu innanhúss:.
Eftir breytingarnar líta þau svona út:
Annað svefnherbergjanna, sem kallað er Spákonuhreiðrið. Lampinn vinstra meginn hefur sjálfstæðan vilja varðandi í hvaða átt skermirinn er hverju sinni. Meira og minna allir hlutir koma af öðrum heimilum i hringrásarhagkerfi Eiríksínu og Jónasar.
Hitt svefnherbergið í gestahúsinu, eða hjónaherbergið.
Aðalhúsið fyrir breytingar
Þau skoðuðu bústaðinn um hávetur og snjó og tóku því ekki strax eftir því hversu siginn hann var. Kaupsamningurinn var svo undirritaður í febrúar og þau fengu afhent 2. í páskum. „Við sáum gólfhallann þegar húsgögnin voru farin út og fengum fagaðila til að skoða og mæla. Þakið farið að snúast og það vantaði burð undir viðbygginguna. Þess vegna gekk bústaðurinn allur í bylgjum og var verstur í hornunum. Hann hallaði mikið í vesturátt og það sást vel þegar maður missti golfkúlu á gólfið, þá hvarf hún hratt. Það munaði 14 cm á hæsta og lægsta punkti!“ Í þessari rannsóknarvinnu tóku þau margar myndir og fengu fund með fasteignasala og í kjölfarið afslátt á kaupverðinu út á gólfhallann.
Hér eru nokkrar myndir af húsinu eins og það var þegar þau fengu það afhent.
Svona var gamla eldúsið, í aðalhúsinu sem stækkað var úr 60 fm í 75.
Gengið inn í húsið þarna hægra megin og þrjú herbergi og salernisaðstaða í 60 fm.
Stofan eins og hún var.
Þessi mynd er tekin úr hitalausum hluta við dyrnar út á pall, n.k. garðhýsi.
Gluggi á milli gamla eldhússins og yfir í viðbyggingu.
Stofan náði að óupphitaða rýminu.
Hér eru við komin í viðbygginguna, þar sem bæði heitur pottur og sturta („kjörklefi“) voru.
Rýmið í viðbyggingunni fyrir breytingu.
Þarna hægra megin eru dyrnar inn í garðskálann og svo viðbygginguna strax til vinstri.
Og rýmið séð frá sama punkti í hina áttina.
Framkvæmdir hefjast
Eiríksína segir með áherslu að alltaf hafi verið markmiðið að breyta með stæl eða sleppa því, það sé nýtt mottó í lífi hennar. „Við lögðum upp með þetta að leiðarljósi í október og byrjuðum á að rífa niður alla veggi. Við þurftum að hækka grunninn utan frá og losuðum okkur við því allt þetta gólfefni. Við erum búin að keyra í burtu heilan bústað því útveggirnir fóru líka, milliveggir og salerni. Þakið var eftir og notað sem regnhlíf í framkvæmdunum.“
Gólfhallinn kemur í ljós. Golfkúlan rúllaði út í horn.
Klæðingar teknar af veggjum og allt rifið niður.
Búið að saga ofan í gólfið og sjá mörg gólfefnislög.
Nýr burður kominn undir viðbygginguna.
Magga vinkona og Benni.
Í október þegar niðurrifið var í gangi kom í ljós að sumarbústaðurinn var ekki músheldur og mýs byrjaðar að naga húsgögn og næra sig á kertum. Benni sagði að í gólfinu hefði áður verið fjörugt músafjölbýli miðað við skítinn sem hann mokaði í burtu. Eftir gólfframkvæmdir fengum við Vélsmiðju Suðurlands til að styrkja loftið með stálbitum og jafna þakið með því að tjakka upp. „Við breyttum útveggjum á þann veg að nú eru gluggarnir hærri en áður til að hleypa meiri birtu inn. Allar raflagnir eru nýjar og vatnsleiðslur og húsið er í raun allt nýtt, nema þakið. Við náðum í raun að niðurrífa á mjög endurnýtanlegan hátt og endurbyggja svo,“ segir Eiríksína Eyja og bætir við að ljóst burður var ekki nægur í bústaðnum enda bústaðurinn gamall og barn síns tíma.
Nostrað við nýtt hús
Eftir að þau kláruðu gamla/nýja húsið hafa hjónin nostrað við rýmin og þróað þau í takti við eigin hugmyndir og þarfir. Gamli bústaðurinn var 60 fermetrar að frátöldu 14 fermetra óupphitaða rýminu sem átti eftir að klára. Núna eru fermetrarnir því 74, herbergin tvö, auk baðherbergis og stofu. „Sturtuklefinn var í rýminu þar sem eldhúsið er núna og ég kallaði hann kjörklefann. Frekar óþægilegt að fara í sturtu og heyra í fólki allt um kring, og komast að því um leið að allir gefa frá sér einhvers konar sturtuhljóð“ segir Eiríksína Eyja og hlær. Hún hefur mikið til haft umsjón með framkvæmdunum og gert allt mögulegt sjálf, með góðri hjálp einnig. „Vinkona mín var handlangari fyrir Benna, hinn frábæra smið, og við höfum farið ansi margar ferðir fram og til baka með gamla efnið og svo með nýja hingað. Benni er héðan úr sveitinni og Ólafur dúkameistari úr Flóanum og Kalli pípari býr á Borg. Ég vildi hafa framkvæmdirnar atvinnuskapandi fyrir heimamenn. Einnig minni akstur og því umhverfisvænna. Rafvirkinn kom reyndar úr Keflavík því við þekktum hann. Við vorummjög heppinn að fá góða menn í verkin.“
Unnið fram í myrkur.
Húsmóðirin afar liðtæk í framkvæmdunum, enda stýrði hún þeim eins og hergyðja.
Jónas kom að sjálfsögðu að miklu gagni líka!
Allt þéttað eftir kúnstarinnar reglum. Engin mús skal hér inn! Takið eftir skugganum.
Stálbitarnir voru málaðir með dökkrauðbrúnum lit eins og tré. Skúffa og t-biti í loftinu. Loksins var kominn nægur burður til að tjakka upp húsið.
Eiríksína Eyja hannaði lýsingu í loftið, milda sem tempruð er með bitnum. Hún keypti efnið hjá S. Guðjónssyni, valdi ljósagerð og kúpla og klippti sjálf saman.
Loksins hægt að byrja að mála.
Nýju, fínu, hollensku útidyrnar.
Eiríksína Eyja segist líka hafa mikið leitað ráða hjá iðnaðarmönnunum vegna þess að þeir hafi séð svo margt og farið inn á mörg heimili og sumarhús. „Þeir geta sagt manni svo margt um hvernig gott er að hafa hlutina. Ég spurði dúkarann um litinn á glugganum og hann sagði mér að hafa græna-grunnlitiinn sem ég var búin að setja því hann tónar vel við annað og mikil mýkt í honum.“ Hún vildi einnig mýkt á gólfin og valdi því línoleumum dúk í stað parkets og notar svo bara mottur. „Við erum með gólfhita og línoleum fyrir utan að vera umhverfisvænasta gólfefnið leiðir mjög vel hita.“
Fiskamynstur í anda starfsvettvangs hús-(og fiska-)bóndans.
Hér er horft út til suðurs, þar sem garðskálinn var áður en stofan var stækkuð um það rými. Hengirúm sem er mikið notað til að hvíla lúin vinnubein.
Stofan litrík og glæsileg eins og hún er í dag. Litirnir á hraðviðnum á veggjunum og í gluggakistum eru einstaklega hlýir og tóna vel saman.
Ljósaskiltið á veggnum er hönnun Eiríksínu Eyju sem Merking ehf. gerði. Hægt er að velja um nokkra liti.
Sjónvarpsherbergið, þar sem barnabörnin fjögur hafa aldeilis afdrep og íþróttaáhugafólk getur horft á í friði.
Veggurinn þegar gengið er inn í aðalhúsið. Gyðjumyndin og ljósið eru hönnun og smíði Eyju.
Gestasvefnherbergið með fiðrildadúknum á veggnum. Takið eftir handarfarinu á koddanum! Það er list!
Herbergið séð hinum megin frá.
Stærra baðherbergi komið í stað salernis og vasks áður.
Hún segist vera með ákveðið þema í stofunni eða alrýminu þar sem allt sé umhverfisvænt og því engin málning á veggjum. Hún var lengi að finna út hvaða viðartegund hún vildi hafa á veggjunum, en hafi á endanum valið harðviðinn hlyn í Efnissölunni. Hún segist hafa valið hlyn því hann sé ekki kvistóttur og lítið munstraður. „Ég lét taka hann í sundur fyrir mig, pússaði hann sjálf og sápubar hann síðan. En sú aðferð kemur að ég held frá Svíþjóð og ekkert mál að læra hvernig það er gert á YouTube. Einnig er veggfóðrið í alrýminu úr endurunnum og vistvænum pappír. Rýmið er því mjög umhverfisvænt og verulega Svansvottað eða Gauksvottað því bústaðurinn heitir jú Gaukshreiðrið.“ Hún viðurkennir að hún geti stundum varið miklum tíma að velja það sem hún vill en þannig vilji hún jafnfram hafa það og því hafi verið bara ágætt að það leið stundum tími á milli þess sem iðnaðarmenn komu. „Ég vildi hafa veggfóður og þar sem Jónas er í fiskibransanum og ég oft eins og fiðrildi, þá höfðum við veggfóðrið og þannig bjuggum til einhvers konar samhengi.“
Hér er gengið niður í eldhúsið eins og það er í dag En það er að sjálfsögðu í mótun eins og allt annað.
Svona er í dag umhorfs í viðbyggingunni, sem gárungar kalla grunnbúðirnar.
Í húsunum segir Eiríksína að lögð sé áhersla á svokallað hringrásarhagkerfi. „Næstum 90% af öllum innanstokksmunum fáum við gefins eða kaupum notaða. Þannig er allt hérna komið frá öðrum heimilum og hlutirnir hafa jafnvel fengið ný hlutverk hér.“
Bakaraofn, eldavél og spamhellur í eldhúshorninu sem veggskreytt er með Andrésblöðum. Þarna stóð sturtuklefi áður.
Annað sjónarhorn. Ekki amalegt að hafa heitan pott þarna inni.
Þessi hluti eldhússins er ókláraður en með skemmtilega litríkt og persónulegt yfirbragð. Laufteppið er notað til að fela samskeyti milli bygginga.
Þarna er svo eldrauði ísskápurinn og til vinstri er gengið upp í stofuna.
Fuglasafnið sómir sér vel þarna í rammanum á milli rýmanna.
Pallurinn, horft í austur og hengirúm fremst.
Horft í vestur.