Fara í efni
Framkvæmdir

Sumarhús í Svíþjóð fyrsti hluti.

Sumarhús í Svíþjóð fyrsti hluti.

Anna Ósk og Oscar sambýlismaðurinn hennar, létu drauminn rætast og festu kaup á sumarbústað í sveitinni. Þetta voru tvö hús annað í fínu ástandi en hitt þarf talsvert að laga og ætlum við að fylgjast aðeins með þeim í þeirri framkvæmd. Anna er mikill ljósmyndari og er frá Sandgerði og má skoða fjöldan allan af myndum eftir hana á síðunni annaosk.com

Hér má sjá eina fallega mynd eftir Önnu

Oscar er kennari og mjög öflugur marathonhlaupari og er alltaf á hlaupum, og er við hæfi að setja mynd af honum, að klára eitt Ultra hlaupið.

En snúum okkur aftur að verkefninu, þau hafa ekki tekið að sér svona stórt verkefni áður, og var gott að hafa góðann nágranna sem kann ýmislegt og á helling af verkfærum sem hann er boðinn og búinn að lána þeim. Hvað þarf að laga, jú það er þakið og einhverjir veggir og fleira, en best er að byrja á þakinu.

Ekki eftir neinu að bíða, bara byrja að rífa.

 

Það er af nægu að taka, það er ekki bara þakið, hér þarf að fara í viðgerð.

Úff það er nóg eftir, við kíkjum við hjá þeim síðar í verkefninu og sjáum hvernig gengur.