Fara í efni
Framkvæmdir

Sumarhús í Svíþjóð annar hluti

Sumarhús í Svíþjóð annar hluti

Þegar við komum við hjá Önnu og Óskari síðast þá voru þau að klára að skipta um þak, en það er af nógu að taka og skulum við kíkja á hvað hefur gerst hjá þeim síðustu mánuði.

Það var ekki lítið verkefni sem mætti Oscar, þarna þarf að taka til hendinni. Nú væri gott að fá smá aðstoð.

Nágranninn góði er mættur til að aðstoða Oscar og von á einum í viðbót.

Anton litli frændi Önnu er mættur til Svíþjóðar til að aðstoða, það er gott að fá lærðan smið með sér, en þarna fær hann að kynnast byggingarmáta sem og aðstæðum sem hann er ekki vanur. Anna bauð honum og kærustunni í heimsókn, með því skilyrði að hann tæki þátt í verkefninu.

Þetta skot gengur.

Loftið klárt að hluta og þá er næsta verkefni að laga aðal innganginn.

 

Jæja hérna stoppar framkvæmdin í bili og vel við hæfi að verðlauna sig fyrir dugnað með einu rauðvínsglasi. Við höldum áfram að fylgjast með Önnu og Oscari og þeirra framkvæmdum næsta sumar.

Þið sem voruð ekki búin að sjá fyrri hlutan þá getið þið séð hann hérna